Umsókn styrkja einfölduð

THORA Ráðgjöf sérhæfir sig í að styðja félaga- og ungmennasamtök sem og smærri sprota fyrirtæki við að sækja um styrki, sérstaklega Erasmus+ samstarfsverkefni (KA2). Hjá THORA Ráðgjöf færðu faglega leiðsögn, vandaðar umsóknir og traust samstarf allt frá grófri hugmynd til verkefna framkvæmdar.

Um THORA Ráðgjöf

Ég heiti Þorbjörg Arna og sérhæfi mig í að sækja alþjóðlega styrki fyrir félaga- og ungmennasamtök og smærri sprotafyrirtæki – með sérstakri áherslu á Erasmus+ verkefni.

Ég hef haft umsjón með styrkjum sem nema um 83 milljónum króna á ári og þekki vel hversu flókið umsóknarferlið getur verið, sérstaklega fyrir minni aðila. Áralöng reynsla mín af alþjóðastarfi hefur jafnframt veitt mér sterkt tengslanet sem nýtist við að finna rétta samstarfsaðila.

Verkefnin sem ég vinn að leggja áherslu á nýsköpun, samfélagsleg áhrif og þverfaglegt samstarf – með það að markmiði að móta styrkumsókn sem á raunverulegt erindi í alþjóðlegt samstarf.

Þjónustan

- Hugmyndavinna og greiningu á hæfi

- Leiðsögn um Erasmus+ markmið og forgangsröðun

- Samstarfsaðilaleit og samskipti

- Umsóknaskrif, fjárhagsáætlanir og skýrleiki uppsetningu

- Skráning í Beneficiary Module portal

- Skýrslugerð


Verð

Yfirlit yfir verðskrá THORA Ráðgjöf - eftir því hversu mikla þjónustu fyrirtækið eða samtökin ætlar sér að kaupa

Þjónustan

Verð

Einn klukkutíma ráðgjafarfundur
15.000 kr
Ráðgjöf og aðstoð við styrkumsókn
Fer eftir styrk týpu
Ráðgjöf, aðstoð við styrkumsókn og aðkoma að umsýrslu verkefnisins
Fer eftir styrk týpu
Ráðgjöf, aðstoð við styrkumsókn, aðkoma að umsýslu verkefnisins og skil á lokaskýrslu
Fer eftir styrk týpu
Ráðgjöf, aðstoð við styrkumsókn, alsherjar umsýsla verkefnisins og skil á lokaskýrslu
Fer eftir styrk týpu
Aðstoð við styrkumsókn
Fer eftir styrk týpu

Styrkirnir

Yfirlit þeirra styrkja sem THORA Ráðgjöf aðstoðar við umsókn

Erasmus+ Small-Scale Partnership (KA210)

Einfaldari verkefni fyrir minni aðila. Amk einn erlendur samstarfsaðili (30.000 € / 60.000 €).

Næsti umsóknarfrestur:
20. febrúar 2026

Frekari Upplýsingar

Cooperation Partnerships (KA220)

Stærri og flóknari verkefni með lengri tímalínu. Amk 2 erlendir samstarfsaðilar (120.000 € / 250.000 € / 400.000 €)

Næsti umsóknarfrestur:
20. febrúar 2026

Frekari Upplýsingar

Panta Ráðgjöf

Nafn
Email
Fyrirtæki / Samtök
Erindi
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Hafðu beint samband

thorbjorg@thoraradgjof.is